- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri HM-molar

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson í leiknum við Portúgal í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Sigur íslenska landsliðsins á potúgalska landsliðinu á HM í gær var 56. sigur Íslands á heimsmeistaramóti í 133 leikjum. Fyrsti sigurinn var á rúmenska landsliðinu í Magdeburg 1. mars 1958, 13:11, eins og Sigmundur Ó. Steinarsson rifjaði upp í stórskemmtilegri og afar fróðlegri grein á handbolta.is í gær.

  • Alls hefur 151 leikmaður tekið þátt í leikjunum íslenska landsliðsins á HM. Einn HM-nýliði getur bæst í hópinn á næstunni þegar Elvar Ásgeirsson tekur þátt í mótinu. Hákon Daði Styrmisson varð í gær 151. íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að taka þátt í leik á HM.
Hákon Daði Styrmisson, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Elliði Snær Viðarsson. Mynd/HSÍ
  • Af 151 íslenskum handknattleiksmanni á HM frá upphafi hafa 116 þeirra skorað að minnsta kosti eitt mark. Mörkin eru alls 3.332.

  • Af leikmönnum núverandi landsliðshóps hefur Björgvin Páll Gústavsson leikið 41 leik á heimsmeistaramóti. Hann á enn nokkuð í land að ná þeim leikjahæsta, Guðjóni Val Sigurðssyni, sem klæddist landsliðstreyjunni í 57 landsleikjum á heimsmeistaramóti frá 2001 til og með 2017. Aron Pálmarsson er næst leikjahæstur á HM í núverandi hóp með 26 leiki að baki.
  • Aron lék í gær sinn 160. A-landsleik. Annar FH-ingur, Ólafur Andrés Guðmundsson, klæddist landsliðstreyjunni í 140. skipti í leiknum við Portúgal.
Bjarki Már Elísson fagnar einu af níu mörkum sínum í leiknum við Portúgal. Mynd/HSÍ
  • Aron hefur skorað flest HM-mörk af leikmönnum landsliðsins sem er á HM um þessar mundir. Hann hefur skorað 90 mörk. Næstur er Bjarki Már Elísson með 89 mörk. Það styttist í að þeir rjúfi 100 marka múrinn. Fimm leikmenn hafa skorað yfir 100 mörk fyrir íslenska landsliðið á HM. Þeir eru Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Patrekur Jóhannesson og Snorri Steinn Guðjónsson.

  • Franski markvörðurinn Thierry Omeyer hefur oftast unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti, alls sjö sinnum. Landar Omeyer, Jérôme Fernandez, Michaël Guigou, Daniel Narcisse og Nikola Karabatić eiga sex verðlaunapeninga í fórum sínum frá heimsmeistaramótum. Sá síðastnefndi getur jafnað metin við Omeyer á HM 2023.
  • Omeyer hætti keppni fyrir nokkrum árum og er nú íþróttastjóri handknattleiksliðsins PSG þar sem sem Karabatic leikur með. Karabatic er nú þátttakandi á heimsmeistaramóti í tíunda sinn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -