- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri í úrslitakeppni Olís-deildar

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, umgringd leikmönnum Vals. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Sú breyting var m.a. samþykkt á ársþingi HSÍ í júní að fjölga liðum í úrslitakeppni í Olís-deild kvenna þannig að þátttökulið verði sex, í stað fjögurra liða. Liðin sem hafna í fyrsta og öðru sæti Olís-deildar í vor sitja yfir í fyrstu umferð en liðið sem verður í þriðja sæti mætir því sem hafnar í sjötta sæti og liðin fjórða og fimmta sæti leiða saman hesta sína. Vinna þarf tvisvar sinnum til þess að komast í undanúrslit.

Rökin fyrir breytingunni er sú að „til að auka gæði og lengja úrslitakeppni úrvalsdeildar, líkt og hefur verið í meistaraflokki kvenna undanfarin ár, þá er það tillaga stjórnar HSÍ að leikin verði 6 liða úrslitakeppni þar sem efstu tvö liðin sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lið í þriðja til sjötta sæti leiki sín á milli um það að komast í undanúrslit gegn efstu tveimur liðunum,“ eins og segir í greinargerð með tillögunni

Óbreytt verður að liðið sem hafnar í sjöunda sæti fer í umspil við lið úr Grill66-deildinni um keppnisrétt í Olísdeildinni. Neðsta lið Olísdeildar fellur í Grill66-deildina eins og verið hefur.

Þetta verður síður en svo í fyrsta sinn sem sex liða úrslitakeppni fer fram um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Vorið 2012 var sex liða úrslitakeppni en þá um veturinn voru níu lið í deildinni.

Leiktíðina á eftir, 2012/2013 voru 11 lið í deildinni. Þá var fjögurra liða úrslitakeppni tekin upp á ný en svokölluð B-keppni fór fram á milli liðanna sem höfnuðu í fimmta til áttunda sæti. B-keppnin féll ekki  kramið og hefur þráðurinn ekki verið tekinn á nýjan leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -