ÍR-ingar slógu upp flugeldasýningu í Víkinni í kvöld er þeir sóttu heim neðsta lið Grill66-deildarinnar, Berserki. ÍR-liðið skoraði alls 47 mörk, þar af 25 í síðari hálfleik. Þar af skoruðu báðir markverðir ÍR-liðsins mörk en alls skiptust mörkin á milli 14 leikmanna, loktölur 47:27, í Víkinni.
ÍR var 13 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 22:9. Þar með komst ÍR upp að hlið Harðar frá Ísafirði, að minnsta kosti um stundarsakir. Hvort lið hefur 16 stig í efstu sætunum tveimur. Hörður á leik til góða gegn Fjölni í Dalhúsum á laugardaginn.
Mörk Berserkja: Hinrik Wöhler 7, Sigtryggur Þeyr Þráinsson 4, Magnús Hallsson 4, Þorri Starrason 3, Hlynur Óttarsson 3, Björn Jóhannsson 3, Víðir Ramdani 2, Bjarki Reyr Tryggvason 1.
Mörk ÍR: Eyþór Waage 8, Viktor Sigurðsson 6, Ólafur Haukur Matthíasson 5, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 5, Bergþór Róbertsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Sigurður Ingiberg Ólafsson 2, Viktor Freyr Viðarsson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Tómas Starrason 2, Andri Freyr Ármannsson 2, Skúli Björn Ásgeirsson 1, Ólafur Rafn Gíslason 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.