- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flugu inn í 16-liða úrslit

Leikmenn Vængja Júpiters biðu ósigur á heimavelli í kvöld. Mynd/Vængir Júpíters
- Auglýsing -

Lið Vængja Júpiters flaug inn í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í dag þegar liðið vann öruggan sigur á stjörnumprýddu liði ÍBV2 í 32-liða úrslitum en leikið var í Vestmannaeyjum. Lokatölur, 31:23, eftir að fimm marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 16:11.


Meðal leikmanna ÍBV2 voru Sigurbergur Sveinsson, Grétar Þór Eyþórsson, Magnús Stefánsson og Sigurður Bragason svo aðeins örfárra sé getið. Allt kom fyrir ekki hjá Eyjamönnum sem mátti bíta í það súra epli að játa sig sigraða og komast þar með ekki lengra í bikarkeppninni að þessu sinni.


Vængirnir, sem leika í Grill 66-deildinni sýndu styrk sinn og voru með frumkvæðið lengst af og taka þar með sæti í 16-liða úrslitum.


Mörk ÍBV2.: Sigurbergur Sveinsson 9, Magnús Stefánsson 3, Jens Kristinn Elíasson 2, Sigurður Bragason 2, Óttar Steingrímsson 2, Sindri Georgsson 1, Ágúst Halldórsson 1, Ingvar Ingólfsson 1, Svavar Kári Grétarsson 1.

Mörk Vængja Júpiters: Aron Heiðar Guðmundsson 6, Brynjar Loftsson 6, Andri Hjartar Grétarsson 5, Jóhann Gunnarsson 4, Jón Hjálmarsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 2, Arnþór Örvar Ægisson 2, Ragnar Áki Ragnarsson 2, Andreas Örn Aðalsteinsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -