Hér fyrir neðan er listi yfir þá íslensku handknattleiksmenn og þjálfara sem færðu sig á milli félagsliða í Evrópu. Eins eru á listanum nöfn þeirra sem ákváðu að breyta til og yfirgefa íslenska handboltann og reyna fyrir sér hjá félagsliðum í Evrópu. Ekki er um tæmandi lista að ræða og því eru allar ábendingar vel þegnar á netfangið [email protected]
Ómar Ingi Magnússon til SC Magdeburg frá Álaborg.
Janus Daði Smárason til Göppingen frá Álaborg.
Arnar Freyr Arnarsson til Melsungen frá GOG.
Arnar Birkir Hálfdánsson frá SönderjysjkE til EHV Aue.
Haukur Þrastarson til Kielce frá Selfossi.
Sigvaldi Björn Guðjónsson til Kielce frá Elverum.
Grétar Ari Guðjónsson til Nice frá Haukum.
Kristján Örn Kristjánsson PAUC í Frakklandi frá ÍBV.
Sveinbjörn Pétursson til EHV Aue frá Stjörnunni
Óðinn Þór Ríkharðsson til Team Tvis Holstebro frá GOG.
Ágúst Elí Björgvinsson til Kolding frá Sävehof.
Daníel Freyr Andrésson til Guif frá Val.
Viggó Kristjánsson til Stuttgart frá Wetzlar.
Elliði Snær Viðarsson til Gummersbach frá ÍBV.
Kristófer Dagur Sigurðsson til TV05 Mülheim frá HK (Oberliga).
Thea Imani Sturludóttir fór til Arhus United frá Oppsal.
Steinunn Hansdóttir fór til Vendsyssel frá Gudme HK.
Díana Dögg Magnúsdóttir fór til BSV Sachsen Zwickau frá Val.
Sandra Erlingsdóttir fór til Aalborg frá ÍBV/Val.
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir yfirgaf Vendsyssel og flutti með kærasta sínum, Ómari Inga Magnússyni, til Magdeburg. Þau eignuðust tvíbura í ágúst. Til hamingju.
Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun karlaliðs Kadetten Schaffhausen í Sviss.
Arnar Gunnarsson tók við þjálfun karlaliðs Neistans í Færeyjum.
Einar Jónssson tók við þjálfun karlalið Bergsöya í Noregi.
Hilmar Guðlaugsson hætti þjálfun kvennaliðs Förde og tók við sem aðst.þjálfari kvennaliðs Volda.
Roland Eradze tók við sem aðstoðar-, og markvarðaþjálfari karlaliðs Motor Zaporozhye í Úkraínu.
Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun karlaliðs Vfl Gummersbach.