- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flytur sig um set frá Selfossi til Stjörnunnar

Sveinn Andri Sveinsson er kominn í búning Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna að lokinni eins árs veru hjá Selfossi en liðið féll úr Olísdeildinni á dögunum.

Sveinn Andri sem er á 25. aldursári lék fyrst með meistaraflokksliði ÍR. Hann skipti yfir til Aftureldingar sumar 2020 og var í tvö ár uns hann gerðist leikmaður Empor Rostock í Þýskalandi. Frá Þýskalandi kom Sveinn Andri heim eftir ársdvöl og gerðist leikmaður Selfoss.

Sveinn Andri skoraði 55 mörk í 15 leikjum með Selfossliðinu í Olísdeildinni í vetur.

„Sveinn Andri er frábær leikmaður sem hefur mikla reynslu í deildinni sem og erlendis. Sveinn kemur inn með mikinn kraft og leiðtogahæfileika sem ég býst við miklu af,“ segir Hrannar Guðmundsson, þjálfari meistaraflokksliðs Stjörnunnar í tilkynningu í morgun.

Stjarnan féll úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar í fyrrakvöld eftir tap fyrir Aftureldingu í oddaleik að Varmá, 35:23.

Sá fjórði sem fer

Sveinn Andri er a.m.k. fjórði leikmaður Selfoss á nýliðnum vetri sem skiptir um lið eftir fall úr Olísdeildinni. Hans Jörgen Ólafsson verður samherji Sveins Andra í Stjörnunni og Gunnar Kári Bragason ákvað að semja við deildarmeistara FH.

Einnig er víst að Ásgeir Snær Vignisson verður ekki áfram með Selfossi. Hann kom til félagsins í janúar en meiddist fljótlega og kom lítið við sögu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -