- Auglýsing -
Gróttumenn fóru með eitt stig í farteskinu heim frá Vestmannaeyjum í kvöld eftir jafntefli, 32:32, við ÍBV í Olísdeild karla í handknattleik. Stigið var verðskuldað þar sem Gróttumenn voru lengst af með yfirhöndina í leiknum, m.a. 17:15 að loknum fyrri hálfleik.
Grótta var með tveggja til þriggja marka forskot nær allan síðari hálfleik í Eyjum í kvöld. Heimamenn bitu frá sér á lokakaflanum og komust yfir, 32:31. Andri Þór Helgason sá um að tryggja Gróttu annað stigið þegar hann jafnaði metin úr vítakasti.
Grótta er þar með komin upp í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig og ljóst að hrakspár um gengi liðsins hafa ekki ræst enn sem komið er.
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 10, Ásgeir Snær Vignisson 6, Fannar Þór Friðgeirsson 4, Dagur Arnarsson 4, Róbert Sigurðarson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Sæþór Páll Jónsson 1, Arnór Viðarsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Theodór Sigurbjörnsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 6 skot, 20,7% – Petar Jankovic 2 skot, 18,2%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 8, Andri Þór Helgason 7, Satoru Goto 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Daníel Örn Griffuin 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 1, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 15 skot, 34,9%.
- Auglýsing -