- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fór úr kjálkalið og hlaut heilahristing – tveir leikmenn FH frá keppni

Jóhannes Berg Andrason sækir að Ívari Loga Styrmissyni leikmanni Fram. Myndin var tekin áður en Jóhannes varð fyrir þungu höggi síðar í leiknum. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins Jóhannes Berg Andrason og línumaðurinn Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, rákust harkalega saman í sókn snemma í síðari hálfleik í viðureign við Fram í Olísdeild karla í gærkvöld og verða vart með liðinu á næstunni.


Jóhannes Berg var rakleitt fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann til rannsóknar enda var hann illa áttaður. Staðfest var fyrir hádegið að hann fór úr kjálkalið og hlaut auk þess heilahristing.


Jón Bjarni fékk talsvert höfuðhögg. Eftir því sem næst verður komist slapp hann við heilahristing.


Atvikið átti sér stað þegar Jóhannes Berg sótti á vörn FH eftir sex mínútur og 20 sekúndur í síðari hálfleik. Varnarmaður Fram virðist kippa í Jón Bjarna sem var á línunni með þeim afleiðingum að hann skellur utan í Jóhannes Berg. Báðir hlutu þung högg eins og afleiðingarnar segja skýrasta sögu um.

Jón Bjarni Ólafsson kastar boltanum að marki Fram í fyrri hálfleik í viðureigninni við Fram í Úlfarsárdal í gærkvöld. Mynd/J.L.Long

FH vann leikinn með tveggja marka mun, 28:26.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -