- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fordæma viðbragðsleysi hreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Framkisur, sem eru leikmenn kvennaliðs meistaraflokksliðs félagsins í handknattleik, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar fordæmt er viðbragðsleysi handknattleikshreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum gegn liðskonum og starfsfólki.


Tilefni yfirlýsingarinnar er m.a. málsmeðferð og niðurstaða aganefndar HSÍ í síðustu viku sem sneri að framkomu Sigurðar Bragason þjálfara ÍBV gagnvart liðstjóra og leikmanni kvennaliðs Vals eftir kappleik á dögunum og fjallað hefur verið um.


„Það voru miklar væntingar meðal íþróttakvenna í kjölfar #metoo, að hreyfingin myndi uppræta allt áreiti og ofbeldi sem alltof margra íþróttakonur og starfsfólk hafa þurft að búa við alla tíð. Því miður er reynslan að sýna okkur að þær vonir raungerast ekki,“ segir m.a. í yfirlýsingu Framkisa sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. Í henni er skorað á önnur lið að lýsa yfir stuðningi við þolendur alls kynbundis áreitis og ofbeldis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -