Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi HSÍ 5. apríl í vor. Guðmundur staðfesti ákvörðun sína í samtali við handbolta.is síðdegis eftir formannafund HSÍ. Á fundinum tilkynnti Guðmundur formönnum ákvörðun sína.
Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ síðastliðin þrjú ár ætlar heldur ekki að gefa kost á sér í kjöri til stjórnar HSÍ í vor. Reynir staðfesti einnig ætlan sína við handbolta.is en hann hefur setið í stjórn HSÍ um árabil.
![](https://handbolti.is/wp-content/uploads/2024/02/Mynd-10001-10-1024x682.jpg.webp)
Tveggja ára kjörtímabili Guðmundar og Reynis rennur út á þinginu 5. apríl.
Guðmundur hefur verið formaður HSÍ frá 2013 þegar hann tók við af Knúti Haukssyni. Áður hafði Guðmundur setið í stjórn sem varaformaður frá 2009.
Formaður HSÍ er kjörinn til tveggja ára í senn.
Guðmundur er fjórtándi formaður HSÍ frá stofnun sambandsins 1957.
Árni Árnason 1957 – 1958.
Ásbjörn Sigurjónsson 1958 – 1967.
Axel Einarsson 1967 – 1970.
Valgeir Haukdal Ársælsson 1970 – 1972.
Einar Þ. Mathiesen 1972 – 1974.
Sigurður Jónsson 1974 – 1979.
Júlíus Hafstein 1979 – 1983.
Friðrik Guðmundsson 1983 – 1984.
Jón Hjaltalín Magnússon 1984 – 1992.
Jón Ásgeirsson 1992 – 1993.
Ólafur B. Schram 1993 – 1996.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson 1996 – 2009.
Knútur Hauksson 2009 – 2013.
Guðmundur B. Ólafsson 2013 – 2025.