- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fóru á kostum í síðari hálfleik og unnu stórsigur

Díana Dögg Magnúsdóttir og félagar í Zwickau voru að vonum ánægðar með stórsigur í dag. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau fóru á kostum í síðari hálfleik gegn Leipzig í grannaslag í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag og unnu með 11 marka mun, 32:21, og treystu þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Díana Dögg lék afar vel og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum auk þess sem hún átti tvær stoðsendingar.


Zwickau-liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12, en tóku öll völd á leikvellinum þegar síðari hálfleikur hófst. Vörnin var frábær og það skilaði sér í hraðaupphlaupum. Fljótlega dró mjög í sundur með liðunum og svo fór að þegar upp var staðið var munurinn 11 mörk.


Díana Dögg og samherjar eru í öðru sæti deildarinnar eins og áður sagði með 23 stig eftir 14 leiki. Füchse Berlin er efst með 27 stig að loknum 15 leikjum en liðið hefur aðeins tapað einum leik og það var fyrir BSV Sachsen Zwickau fyrir um tveimur vikum. Herrenberg er í þriðja sæti með 21 stig og hefur lokið 13 leikum. Solingen situr í fjórða sæti með 19 stig.
BSV Sachsen Zwickau sækir Freiburg heim í næstu umferð deildarinnar eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -