- Auglýsing -
- Auglýsing -

Förum inn á völlinn til að vinna alla leiki

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Frakkar eru með afar sterkt lið og hafa í dag úr breiðari hópi leikmanna að ráða en við þar sem færri hafa veikst hjá þeim,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is í gær.


Sigvaldi verður ásamt samherjum sínum í eldlínunni í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Frökkum í annarri umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handknattleik í Búdapest í Ungveralandi.


„Við höfum mikla trú á að geta unnið leikinn enda förum við inn í alla leiki til þess, hvernig sem staðan er á hópnum hverju sinni. Vonandi hefur náðst stjórn ástandinu innan hópsins varðandi veiruna þannig að við getum einbeitt okkur að leiknum,“ sagði Sigvaldi Björn sem var óánægður með eigin frammistöðu í leiknum við Dani á fimmtudagskvöldið þegar nokkur marktækifæri fóru forgörðum hjá honum. Hann sagði boltann eiga oftar eftir að rata rétt leið í gegn hjá Frökkum í kvöld.


„Ég spilaði ekki vel, átti að gera betur gegn markverðinum,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í gær.

Viðureign Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 í MVM Dome í Búdapest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -