- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frá Benidorm til Ísafjarðar – Hikawa verður ár í viðbót

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við spænska línumanninn Victor Peinado Iturrino til næstu tveggja ára en frá þessu segir á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Harðar. Iturrino kemur í stað japanska línumannsins Kenya Kasahara sem er fluttur til Póllands og mun leika þar í vetur eins og kemur fram hér.


Iturrino er rúmir tveir metrar á hæð og þykir efnilegur. Hann kemur til Ísafjarðar frá Benidorm. Forsvarsmenn Harðar binda vonir við að Iturrino vaxi og dafni með félaginu á næstu árum undir leiðsögn Carlos Martin Santos sem áfram mun þjálfa lið Harðar.

Sá markahæsti verður áfram

Koma spænska línumannsins eru ekki einu gleðitíðindin í herbúðum Harðar þessa dagana því markahæsti leikmaður liðsins í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili, Japaninn Suguru Hikawa, hefur skrifað undir eins árs samning til viðbótar, út leiktíðina vorið 2023.


Handknattleiksdeild Harðar segir frá að samkomulag hafi náðst á milli Wakunaga Leolic í Japan og Harðar um að Hikawa verður áfram hér á landi. Hikawa er samningsbundinn Wakunaga Leolic.


„Við erum þakklátir Wakunaga fyrir Hika enda smellpassar hann í hópinn,“ segir m.a. í tilkynningu Handknattleiksdeildar Harðar.


Keppni í Olísdeild karla hefst 8. september. Til stendur að Hörður sæki ÍBV heim í fyrstu umferð 9. september. Fyrsti heimaleikur Harðar í Olísdeild karla verður í annarri umferð þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals koma í heimsókn á Torfnes 16. september.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -