- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær árangur hjá Ægi – koma heim með brons

Hinn frábæri keppnishópur frá Ægi, F.v.: Katrín Helena Magnúsdóttir, Júlía Silfa, Ylfa Óladóttir, Ólafur Jónsson, Anton Sigurðsson, Róbert Agnar Guðnason, Arnar Bogi Andersen, Guðni Davíð Stefánsson, Birgir Reimar Rafnson, Guðmundur Ásgeir Grétarsson. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Handknattleikslið frá Ægi í Vestmannaeyjum vann í dag til bronsverðlauna á Norðurlandamóti Special Olympics sem fram fer í Frederikshavn í Danmörku. Ægisliðið vann úrslitaleikinn um bronsið, 4:3.

Að sögn Bergvins Haraldssonar þjálfara liðsins lék Ægisliðið níu leiki á mótinu. Fyrir mótið renndi liðið blint í sjóinn því það hafði ekki náð æfingaleikjum áður en haldið var af stað.

„Þetta hefur verið frábær ferð og skemmtileg. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í enda hefur Ísland ekkert verið að keppa í handbolta á alþjóðlegum mótum á vegum Special Olympics,“ sagði Bergvin Haraldsson þjálfari liðsins ásamt Sylvíu Guðmundsdóttur.

„Við byrjum vel og unnum þrjá leiki, þar a meðal var síðasti leikurinn sem við spilum um bronsið,“ sagði Bergvin ennfremur

Vel hafði verið æft áður farið var út auk þess að Sindri Ólafsson eftirlitsmaður handknattleiksleikja fór gaumgæfilega yfir leikreglurnar. Góður undirbúningur skilaði þessum glæsilega árangri hjá Ægisliðinu.

Í fótspor kvennalandsliðsins

Þess má til gamans geta Ægisliðið fetar að nokkru leyti í fótspor kvennalandsliðsins í handknattleik sem lék í Frederikshavn í desember og kom heim með forsetabikarinn góða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -