- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær byrjun veitti sjálfstraust

Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Það var rosalegur léttir að ná þessum í safnið og klára tímabilið frá því í fyrra. Þar með höfum við unnið allt sem er æðislegt með þessum hóp,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir nýkrýndur bikarmeistari í Coca Cola bikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir að hún og stöllur í KA/Þór unnu bikarkeppnina í fyrsta sinn með öruggum og afar sannfærandi sigri á Fram, 26:20, í úrslitaleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag.


„Við byrjuðum afar vel sem gaf okkur mikið sjálfstraust. Sannarlega komu erfiðir kaflar en við féllum aldrei í holuna. Okkur tókst að snúa þróuninni við. Við komum alltaf til baka,“ sagði Rakel Elva og undirstrikaði að reynslan sem liðið hefur öðlast á síðasta eina og hálfa ári hafi vegið þungt í dag.


„Stressið var alveg í lágmarki fyrir leikinn því ég og aðrar í liðinu vorum alveg vissar hvað við ættum að gera. Þar á ofan þekkjum við Framliðið mjög vel eftir marga leiki við það á síðustu misserum. Okkur leið vel fyrir leikinn, engin var yfirspennt og það skilaði sér út í leikinn. Þetta var fyrst og fremst liðssigur hjá okkur í dag,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir bikarmeistari í handknattleik kvenna og liðsmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -