- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær síðari hálfleikur Spánverja færði þeim bronsið

Leikmenn spænska landsliðsins fagna undir lok leiksins við Svía í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar fóru á kostum í síðari hálfleik gegn Svíum í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Tele 2-Arena í Stokkhólmi í kvöld. Þeir unnu leikinn fyrir vikið, 39:36, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 22:18.


Spánn vann þar með Svíþjóð í leiknum um bronsið eins og á HM í Svíþjóð fyrir 12 árum. Síðari í kvöld mætast Frakkar og Danir í úrslitaleik mótsins.


Svíar léku afar vel í fyrri hálfleik og fóru með fjögurra marka forskot, 22:18, og fullir sjálfstrausts inn í búningsklefa í hálfleik vel studdir af 22 þúsund áhorfendum.

Angel Fernandez Perez og félagar fagna þegar farið var hilla undir sigurinn í kvöld. Mynd/EPA


Spánverjar voru fljótir að kippa heimamönnum niður á jörðina í síðari hálfleik. Eftir liðlega fimm mínútur var staðan orðin jöfn, 23:23, og Spánverjar komust yfir áður en Svíar klóruðu í bakkann. Frábær varnarleikur Spánverja í síðari hálfleik lokaði öllum sundum fyrir sænska liðið. Eins var sóknarleikur spænska liðsins frábær enda skoraði það 21 mark.


Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 9, Niclas Ekberg 7, Albin Lagergren 5, Max Darj 4, Jonathan Carlsbogard 3, Felix Claar 3, Oscar Bergendal 3, Eric Johansson 2.
Varin skot: Andreas Palicka 7, 23% – Tobias Thulin 6, 27%.
Mörk Spánar: Andrian Figueras 9, Alex Dujshebaev 7, Angel Fernanddez 5, Joan Canellas 5, Ferran Solé 4, Jorge Maqueda 3, Agutsin Casado 3, Imanol Garcuandia 1, Miguel Migallon 1, Kauldi Odriozola 1.
Varin skot: Rodrigo Corrales 5, 28% – Gonzalo Perez de Vargas 4, 15%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -