- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frækinn sigur Færeyinga á Rúmenum

Færeyska karlalandsliðið í handknattleik kemur hingað til lands i byrjun nóvember. Mynd/Facebooksíða HSF.
- Auglýsing -

Færeyingar unnu frækinn sigur á Rúmenum í fjórða riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í gærkvöld, 28:26, í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Þetta er fyrsti sigur færeyska landsliðsins í undankeppninni að þessu sinni og kemur því á bragðið í baráttunni um sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Um leið er þetta annað sinn í sögunni sem færeyska karlalandsliðið vinnur leik í undankeppni EM. Fyrsti sigurinn var gegn Tékkum í Þórshöfn í apríl 2021, 27:26.


Færeyska lið fór á kostum í fyrri hálfeik í gærkvöld fyrir framan stuðningsmenn sína í troðfullri keppnishöllinni á Hálsi. Eftir fyrri hálfleikinn voru Færeyingar sex mörkum yfir, 15:9. Nicholas Satchwell markvörður KA fór á kostum í fyrri hálfleik og varði átta skot.


Rúmenar bitu frá sér í síðari hálfleik og tókst að jafna metin, 20:20. Færeyingar sá að við svo búið mátti ekki standa. Þeim tókst að ná frumkvæðinu á ný og vinna frækinn sigur.
Íþróttamaður ársins í Færeyjum á síðasta ári, Hákun West av Teigum, átti stórleik og skoraði 11 mörk í 12 tilraunum. Frændurnir Óli Mittún 5 og Elias Ellefsen á Skipagøtu skoruðu fimm mörk hvor.


Síðari leikur liðanna verður í Búkarest á laugardaginn.
Færeyingar hafa tvö stig í fjórða riðli eins og Rúmenar og Úkraínumenn sem leika við Austurríki í kvöld. Austurríska liðið er efst með fjögur stig.


Úrslit og staðan í riðlum undankeppni EM.

Hér má líta myndskeið af einu af mörkum Færeyinga, sirkusmark eftir samvinnu Hákons og Óla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -