- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar Evrópumeistarar í handknattleik karla 2024

Frakkar fagna eftir að flautað var til leiksloka í úrslitaleiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar urðu Evrópumeistarar karla í fjórða sinn og í fyrsta skipti í 10 ár þegar þeir lögðu Dani, 33:31, í framlengdum úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln í kvöld. Þrefaldir heimsmeistarar Dana verða þar með að bíða í a.m.k. tvö ár eftir að bið þeirra eftir Evrópumeistaratitli ljúki. Þeir unnu síðast Evrópumeistaratitilinn fyrir 12 árum í Belgrad.

Í frábærum úrslitaleik var staðan jöfn, 27:27, eftir hefðbundinn leiktíma. Ludovic Fabregas jafnaði metin fyrir Frakka þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Dönum tókst ekki að nýta síðustu sóknina eftir að hafa verið yfir allan síðari hálfleikinn að stöðunni 26:25 undanskilinni þegar Frökkum tókst að komast yfir. Virtust ráðalausir.


Frakkar voru sterkari síðari fimm mínúturnar í framlengingu og unnu sanngjarnan sigur. Þeir unnu allar níu viðureignir sínar á mótinu. Danir töpuðu tveimur leikjum.

Þetta var fyrsti úrslitaleikur á stórmóti landsliða sem Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana tapar.

Mörk Frakklands: Ludovic Fabregas 8, Nedim Remili 5, Yanis Remili 4, Elohim Prandi 4, Dyan Nahi 4, Kentin Mahé 3, Dika Mem 2, Hugo Descat 2, Nicolas Turnat 1.
Varin skot: Samir Bellahcene 9, 23,6% – Remi Desbonnet 0.
Mörk Danmerkur: Mikkel Hansen 9, Mathias Gidsel 8, Simon Pytlick 5, Niclas Kirkeløkke 3, Emil Jakobsen 2, Magnus Saugstrup 2, Magnus Landin 1, Michael Damgaard 1.
Varin skot: Emili Nielsen 15, 38,4% – Niklas Landin 3, 25%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -