- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar fyrstir í átta liða úrslit – Tékkar skelltu Spánverjum

Leikmenn franska landsliðsins fagna sæti í 8-liða úrslitum HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar voru fyrstir til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna. Franska landsliðið lagði landslið Suður Kóreu, 32:22, í Þrándheimi. Frakkar eru þar með öruggir með annað af tveimur efstu sætum í öðrum milliriðli. Noregur tryggir sér hitt sætið með sigri á Slóveníu á eftir.

Angóla vann

Angóla, sem fór áfram í milliriðil á kostnað íslenska landsliðsins vann austurríska landsliðið á sannfærandi hátt í dag, 30:25, í fyrsta leik dagsins í Þrándheimi. Angólska liðið var með yfirhöndina nánast alla leikinn og hafði m.a. tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14.

Spánverjar í erfiðri stöðu

Mjög áhugverð staða er komin upp í milliriðli fjögur eftir að Tékkar lögðu Spánverja, 30:23, í Nord Arena í Frederikshavn í Danmörku í kvöld. Spánverjar voru skrefi á eftir allan leikinn. Tékkar hafa þar með sex stig eins og Spánn fyrir lokaumferðina á sunnudaginn.

Spánverjar verða að vinna Hollendinga sem eru í efsta sæti riðilsins til þess að eiga einhvern möguleika á sæti í 8-liða úrslitum á sunnudaginn meðan Tékkar mæta Brasilíu sem einnig á möguleika á sæti í átta liða úrslitum ef allt fellur með liði þeirra.

Hollendingar hafa einnig sex stig þegar þetta er skrifað en þeir mæta Úkraínu í síðasta leik dagsins í riðlinum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -