- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar heimsmeistarar í fyrsta sinn í 20 ára flokki

Leikmenn franska landsliðsins fagna sigri á HM 20 ára landsliða. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Frakkland varð í dag heimsmeistari 20 ára landsliða kvenna eftir sigur á Evrópumeisturum Ungverjalands, 29:26, í hörku úrslitaleik í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu. Frakkar voru sterkari þegar á leið leikinn og fögnuðu sannfærandi sigri í lokin eftir að hafa leikið frábærlega í mótinu og ekki tapað leik.

Frakkar voru marki yfir í hálfleik, 14:13, og höfðu frumkvæðið allan leiktímann. Frakkar eru ellefta þjóðin sem vinnur heimsmeistaratitilinn í þessum aldursflokki kvenna og eftir því sem næst verður komist í fyrsta sinn sem franskt landslið stendur á efsta palli í leikslok á HM 20 ára og yngri.

Rétt er að rifja upp að Frakkland er einnig heimsmeistari A-landsliða kvenna.

Ungverjar, sem margir reiknuðu með að yrðu heimsmeistarar eftir yfirburðasigur á Evrópumótinu í fyrra, verða að gera sér silfur að góðu annað mótið í röð. Fyrir tveimur árum töpuðu Ungverjar fyrir Slóvenum í úrslitaleik mótsins.

Hollendingar hljóta bronsverðlaun eftir öruggan sigur á Dönum, 34:28, fyrr í dag eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13.

Eins og margir eflaust vita hafnaði íslenska landsliðið í sjöunda sæti á heimsmeistaramótinu með sigri á landsliði Sviss í morgun, 29:26.

Portúgal hlaut fimmta sæti eftir sigur á Svíum, 26:25, í hnífjöfnum leik.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Röð liðanna á HM:

1Frakkland17Spánn
2Ungverjaland18Angóla
3Holland19Brasilía
4Danmörk20Japan
5Portúgal21Argentína
6Svíþjóð22Serbía
7Ísland23Gínea
8Sviss24Túnis
9Þýskaland25Tékkland
10Noregur26Taívan
11Rúmenía27Íran
12Svarfjallaland28Úsbekistan
13Egyptaland29Chile
14Suður Kórea30Bandaríkin
15Kína31Alsír
16N-Makedónía32Mexíkó
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -