- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar oftast unnið gullið – Svíar eiga flest verðlaun

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í kvöld hefst 28. heimsmeistaramót Alþjóða handknattleikssambandsins í handknattleik karla í Póllandi með viðureign Póllands og Frakklands í Katowice klukkan 20. Á morgun verður flautað til leiks í Svíþjóð sem er gestgjafi mótsins ásamt Póllandi. Þetta er í fimmta sinn sem Svíþjóð er vettvangur HM karla en í fyrsta sinn sem Pólverjar halda mótið.


Mótinu lýkur með úrslitaleik í Stokkhólmi sunnudaginn 29. janúar.


Frakkar hafa oftast orðið heimsmeistarar, sex sinnum, í fyrsta sinn á Íslandi 1995. Alls hafa Frakkar unnið til 11 verðlauna á heimsmeistaramótum. Svíar hafa unnið flest verðlaun, í 12 skipti, fern af hverri tegund. Rúmenar hafa einnig unnið heimsmeistaratitilinn fjórum sinnum.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

Ísland tekur þátt í 22. sinn, þar af í 11. skipti á þessari öld. Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið til verðlauna á HM. Besti árangurinn er 5. sætið á HM 1997. Þrisvar hefur Ísland hafnað í sjötta sæti, 1961, 1986 og 2011, síðast þegar HM fór fram í Svíþjóð.


Hér fyrir neðan er tafla með upplýsingum um gestgjafa HM frá 1938, um verðlaunahafa í hvaða sæti Ísland hefur hafnað, auk fjölda þátttökuliða.

ÁrMótsl.GullSilfurBronsÍslandlið
1938Þýskal.ÞýskalandAusturríkiSvíþjóðekki með4
1954SvíþjóðSvíþjóðÞýskal.Tékkósl.ekki með6
1958A-Þýsk.SvíþjóðTékkósl.Þýskal.10.sæti16
1961V-Þýsk.RúmeníaTékkósl.Svíþjóð6.sæti12
1964Tékkósl.RúmeníaSvíþjóðTékkósl.9.sæti16
1967SvíþjóðTékkósl.DanmörkRúmeníaekki með16
1970Frakkl.RúmeníaA-Þýsk.Júgóslavía11.sæti16
1974A-Þýsk.RúmeníaA-Þýsk.Júgóslavía14.sæti16
1978Danm.V-Þýsk.SovétríkinA-Þýsk.13.sæti16
1982V-Þýsk.SovétríkinJúgóslavíaPóllandekki með16
1986SvissJúgóslavíaUngverjal.A-Þýsk.6.sæti16
1990Tékkósl.SvíþjóðSovétríkinRúmenía10.sæti16
1993SvíþjóðRússlandFrakklandSvíþjóð8.sæti16
1995ÍslandFrakklandKróatíaSvíþjóð14.sæti24
1997JapanRússlandSvíþjóðFrakkland5.sæti24
1999Egyptal.SvíþjóðRússlandJugóslavíaekki með24
2001Frakkl.FrakklandSvíþjóðJúgóslavía11.sæti24
2003PortúgalKróatíaÞýskalandFrakkland7.sæti24
2005TúnisSpánnKróatíaFrakkland15.sæti24
2007Þýskal.ÞýskalandPóllandDanmörk8.sæti24
2009KróatíaFrakklandKróatíaPóllandekki með24
2011SvíþjóðFrakklandDanmörkSpánn6.sæti24
2013SpánnSpánnDanmörkKróatía12.sæti24
2015KatarFrakklandKatarPólland11.sæti24
2017Frakkl.FrakklandNoregurSlóvenía14.sæti24
2019Dan/Þýsk.DanmörkNoregurFrakkland11.sæti24
2021Egyptal.DanmörkSvíþjóðSpánn20.sæti32
2023Sví./Póll.????????????????32

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -