- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkland, Holland og Svartfjallaland örugg áfram

Nikita Van der Vliet leikmaður hollenska landsliðsins skorar í stórsigrinum á Norður Makedóníu í Skopje í kvöld. Mynd /EPA
- Auglýsing -

Frakkland og Holland eru örugg um sæti í milliriðlakeppni eftir stórsigra á andstæðingum sínum í annarri umferð C-riðils Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Hollendingar kjöldrógu liðsmenn Norður Makedóníu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje, 30:15.


Þetta var annar skellur landsliðs Norður Makedóníu í keppninni. Hefur liðinu aðeins tekist að skora 29 mörk í tveimur leikjum og virðist eins og sakir standa ekki eiga mikið erindi á mótið.


Mörk N-Makedóníu: Sara Ristovska 4, Jovana Sazdovska 2, Leonida Gichevska 2, Monika Janeska 2, Jovana Kiprijanovska 2, Ivana Djatevska 1, Angela Jankulovska 1, Sanja Dabevska 1.
Varin skot: Jovana Micevska 7, 29% – Matea Churlinovska 2, 33%.
Mörk Hollands: Inger Smits 7, Debbie Bont 6, Laura Van Der Heijden 4, Kelly Dulfer 3, Merel Freriks 2, Estavana Polman 2, Bo Van Wetering 2, Catharina Molenaar 1, Zoe Sprengers 1, Antje Malestein 1, Nikita Van Der Vliet 1.
Varin skot: Yara Ten Holte 10, 42% – Rinka Duijndam 2, 67%.

Rúmenar fengu skell


Frammistaða Rúmena hefur heldur ekki verið í samræmi við væntingar. Rúmenska landsliðið átti ekkert erindi í Frakka. Fjórtán mörk skildu að þegar upp var staðið, 35:21.


Rúmenar og Norður Makedóníumenn mætast í síðustu umferð C-riðils á miðvikudaginn.

Pauletta Foppa skoraði fimm mörk fyrir Frakka í sigrinum á Rúmenum. Mynd/EPA


Mörk Rúmeníu: Cristina Neagu 5, Sorina Grozav 5, Maria Lixandroiu 4, Crina Pintea 3, Bianca Bazaliu 1, Alexandra Badea 1, Eliza Buceschi 1, Sonia Seraficeanu 1.
Varin skot: Julia Dumanska 5, 23% – Diana Ciuca 4, 29%.
Mörk Frakklands: Estelle Nze Minko 6, Pauletta Foppa 5, Pauline Coatanea 4, Laura Flippes 4, Orlane Kanor 4, Beatrice Edwige 4, Grace Zaadi 3, Coralie Lassource 2, Chloe Valentini 1, Alicia Toublanc 1, Deborah Lassource 1.
Varin skot: Floriane Andre 8, 44% – Cléopatre Darleux 6, 36.

Spánverjar í erfiðri stöðu

Spánverar eru í verulegri hættu um að sitja eftir með sárt ennið að riðlakeppninni lokinni. Spænska landsliðið er án stiga neðst í D-riðli í Podgorica í Svartfjallalandi.


Pólska landsliðið vann spænska landsliðið með eins marks mun í síðari leik D-riðils í kvöld, 22:21, eftir að hafa risið úr öskustónni eins og fuglinn Fönix. Tíu mínútum fyrir leikslok voru Spánverjar fjórum mörkum yfir, 20:16. Pólverjar skoruðu sex mörk í röð og unnu loksins eftir 13 tapleiki í röð í lokakeppni EM.

Leikmenn pólska landsliðsins stíga sigurdans. Mynd/EPA


Mörk Spánar: Alexandrina Cabral 7, Soledad Lopez 6, Paula Arcos 3, Kaba Gassama 2, Alicia Fernandez 1, Carmen Campos 1, Lara Gonzalez 1.
Varin skot: Mercedes Castellanos 6, 43% – Maddi Rotaetxe 1, 7%.
Mörk Póllands : Monika Kobylinska 5, Aneta Labuda 4, Karolina Kochaniak 4, Sylwia Matuszczyk 2, Magda Balsam 2, Aleksandra Olek 2, Mariola Wiertelak 1, Natalia Nosek 1, Kinga Achruk 1.
Varin skot: Adriana Placzek 9, 39%.


Svartfellingar unnu Þjóðverja í fyrri leik dagsins í riðlinum, 29:25. Svartfellingar eiga víst sæti í milliriðli. Pólland, Þýskaland og Spánn kljást um sætin tvö í milliriðlum.


Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 7, Emily Bölk 7, Xenia Smits 3, Jenny Behrend 2, Alexia Hauf 2, Johanna Stockschlader 2, Maren Weigel 1, Silje Petersen 1.
Varin skot: Katharina Filter 11, 34%.
Mörk Svartfjallalands: Djurdjina Jaukovic 9, Djurdjina Malovic 4, Ivona Pavicevic 4, Itana Grbic 4, Milena Raicevic 3, Jovanka Radicevic 3, Tatjana Brnovic 2.
Varin skot: Marta Batinovic 9, 36% – Mariana Rajcic 2, 22%.

Þjóðverjar mæta Spánverjum í lokaumferðinni klukkan 19.30 á miðvikudag. Áður verður leik Svartfellinga og Pólverja lokið.

Stöðuna í riðlunum fjórum og næstu leiki er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -