- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram fór á toppinn á háspennukvöldi – úrslit og markaskorarar

Leikmenn Gróttu fagna sætum sigri á Stjörnunni í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Fram er í efsta sæti Olísdeildar karla eftir leiki kvöldsins í 3. umferð. Fram vann Aftureldingu með tveggja marka mun í Úlfarsárdal í hörkuleik, 28:26. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gat tryggt Fram sigurinn þegar 10 sekúndur voru eftir en skot hans fór í stöng. Afturelding átti sókn í kjölfarið. Hún rann út í sandinn og Ólafur Brim Stefánsson innisiglaði sigur Fram sem byrjaði leikinn vel, 9:3, eftir 18 mínútur. Aftureldingarmenn sóttu í sig veðrið og komust yfir fyrir hálfleikslok, 13:12. Síðari hálfleikur var í járnum.

Stefán Huldar var hetjan

Stefán Huldar Stefánsson markvörður sá til þess að Haukar tryggðu sér bæði stigin gegn Selfossi á Ásvöllum, 27:26. Stefán Huldar varði tvisvar sinnum úr opnum færum á síðustu mínútunni þegar Selfoss gat jafnað metin. Síðara skotið varði hann átta sekúndum fyrir leikslok.


Haukar voru með fjögurra marka forskot, 23:19, þegar 20 mínútur voru til leiksloka en slökuðu á klónni og voru heppnir að hirða bæði stigin.

Stjarnan fór tómhent heim

Grótta vann annan leik sinn á tímabilinu á heimavelli í kvöld þegar hún vann Stjörnuna í þriðja háspennuleiknum, 29:28. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Stjarnan var marki yfir í hálfleik, 14:13, og náði í tvígang tveggja marka forskoti, 25:23, og 26:24, þegar skammt var til leiksloka. Baráttuglaðir Gróttumenn voru síður en svo á því að gefast upp.

Markasúpa

Eyjamenn lögðu ÍR-inga í leik hinni heillum horfnu varna, 43:28. ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda. ÍR-ingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá síðustu umferð. Varnarleikur þeirra var enginn. Hann bauð hættunni heim.

Sviðsskrekkur á Torfnesi

Harðarmenn voru þjakaðir af sviðsskrekk fyrstu 20 mínúturnar gegn KA og töpuðu á þeim kafla leiknum. KA var með átta marka forskot, 16:8, eftir umræddar 20 mínútur. Þrátt fyrir að Harðarmenn hertu upp hugann voru þeir aldrei nærri því að ógna gestum sínum á Torfnesi í kvöld.

Síðasti leikur 3. umferðar fer fram í Kaplakrika annað kvöld. FH og Valur eigast við og verður flautað til leiks klukkan 19.30.

Andri Þór Helgason, Þorgeir Bjarki Davíðsson, Elvar Otri Hjálmarsson og félagar í Gróttu í sjöunda himni eftir sigurinn á Stjörnunni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Úrslit og markaskor

Staðan í Olísdeild karla.

Fram – Afturelding 28:26 (12:13).
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Ólafur Brim Stefánsson 5, Luka Vukicevic 4, Reynir Þór Stefánsson 4/4, Marko Coric 3, Stefán Orri Arnalds 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Ívar Logi Styrmisson 1, Stefán Darri Þórsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 31% – Arnór Máni Daðason 1, 14,3%.
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Birkir Benediktsson 5, Blær Hinriksson 4/1, Ihor Kopyshynskyi 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 26,1% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2, 16,7%.

Haukar – Selfoss 27:26 (19:15).
Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Atli Már Báruson 4, Geir Guðmundsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3/1, Adam Haukur Baumruk 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicius 7, 22,6% – Stefán Huldar Stefánsson 4, 66,7%.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10/2, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Ísak Gústafsson 4, Richards Sæþór Sigurðsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Alexader Hrafnkelsson 9, 52,9% – Vilius Rasimas 5, 20,8%.

Grótta – Stjarnan 29:28 (13:14).
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 7/2, Theis Kock Söndergaard 7, Birgir Steinn Jónsson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Akimasa Abe 2, Hannes Grimm 2, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 4, 25% – Daníel Andri Valtýsson 5/1, 29,4%.
Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 12, Leó Snær Pétursson 3/3, Hergeir Grímsson 3, Pétur Árni Hauksson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Þórður Tandri Ágústsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 10, 27.8% – Sigurður Dan Óskarsson 0.


Hörður – KA 27:31 (15:20).
Mörk Harðar: Jón Ómar Gíslason 6, Mikel Amilibia Aristi 6, Suguru Hikawa 3, Victor Manuel Iturrino 2, Noah Virgil Bardou 2, Daníel Wale Adeleye 2, Endijs Kusners 2, Sudario Eidur Carneiro 1, Roland Lebedevs 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Roland Lebedevs 10, Stefán Freyr Jónsson 8.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9, Dagur Gautason 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Allan Norðberg 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Gauti Gunnarsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Dagur Árni Heimisson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 18, Bruno Bernat 2.

ÍBV – ÍR 43:28 (23:15).
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Dánjal Ragnarsson 6, Nökkvi Snær Óðinsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 6, Gabríel Martinez Róbertsson 5, Elmar Erlingsson 3, Dagur Arnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 17, 39,5%, Einar Þór Jónsson 3, 60%.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 8, Dagur Sverrir Kristjánsson 6, Arnar Freyr Guðmundsson 5, Eyþór Ari Waage 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, 15,9% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 3, 33,3%.

Tölfræði allra leikja kvöldsins er að finna hjá HBStatz.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Fylgst var með leikjum kvöldsins í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -