- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram hafði nokkra yfirburði að Varmá

Afturelding tekur á móti Fram. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fram vann öruggan sigur á Aftureldingu í kvöld að Varmá í upphafsleik 5. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik, 35:26, og hefur þar með önglað saman sex stigum. Aftureldingarliðið er áfram með tvö stig í sætunum fyrir ofan Stjörnuna og KA/Þór sem eiga leik til góða. Framarar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11.


Framliðið var sterkara frá upphafi til enda í þessum leik. Fyrsta þriðjung leiktímans í fyrri hálfleik gekk báðum liðum illa að skora. Vopnin snerust í höndum leikmanna beggja liða. Framliðið náði sér fyrr á strik. Varnarleikurinn var góður og virtist Aftureldingarliðið eiga mjög erfitt uppdráttar og gerði fjölda sóknarmistaka.

Í upphafi síðari hálfleik skellti Fram í lás með Ölfu Brá Oddsdóttur Hagalín og Kristrúnu Steinþórsdóttur í hjarta varnarinnar. Aftureldingarliðið komst hvorki lönd né strönd. Munurinn var kominn í nærri tíu mörk fyrir miðjan hálfleikinn og úrslitin endalega ráðin.

Einar Jónsson og Rakel Dögg Bragadóttir eru að byggja upp nýtt og skemmtilegt lið hjá Fram sem spennandi verður að fylgjast með á næstu misserum. HK-ingarnir fyrrverandi Alfa Brá og Elna Ólöf Guðjónsdóttir voru mjög öflugar í leiknum. Kristrún var frábær í vörninni. Eins naut Harpa María Friðgeirsdóttir sín vel í síðari hálfleik, skoraði oft og vann auk þess vítaköst. Lena Margrét Valdimarsdóttir náði sér ekki á strik.

Berglind Þorsteinsdóttir var ekki með í kvöld. Sat upp í stúku.

Aftureldingarliði átti nokkra góða spretti. Liðið gerði hinsvegar alltof mörg mistök í sókninni og tapaði boltanum á einfaldan hátt og var refsað grimmilega með hraðaupphlaupum.

Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 9/5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Susan Ines Gamboa 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Katrín Helga Davíðsdóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 11/1, 26,2% – Rebecca Fredrika Adolfsson 1, 20%.

Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 7, Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7/1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Elín Ása Bjarnadóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 4/1, 18,2% – Andrea Gunnlaugsdóttir 1, 11,1%. (Talningu HBStatz virðist ábótavant).

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -