Einn hinna efnilegu handknattleikspilta hjá Fram sem hafa gert það gott á handknattleiksvellinum í vetur, Eiður Rafn Valsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fram.
Eiður Rafn, sem leikur í hægra horni, kemur úr yngri flokka starfi Fram og hefur átt fastan sess í meistaraflokki í vetur.
Eiður Rafn hefur skorað 40 mörk í Olísdeildinni í 18 leikjum og 82 mörk í 11 leikjum í Grill 66-deildinni þar sem ungmennalið Fram trónir á toppnum.
Einnig hefur Eiður Rafn leikið með yngri landsliðunum. Hann var m.a. með U19 ára landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu á síðasta sumri.
„Eiður Rafn er einn allra efnilegasti hornamaður landsins. Hann hefur tekið miklum framförum á liðnum árum, er duglegur og leggur mikið á sig fyrir liðsfélaga sína. Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Einari Jónssyni þjálfara karlaliðs Fram í tilkynningu í kvöld í tilefni af samningnum við Eið Rafn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.