- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram tók Val í karphúsið og innsiglaði deildarmeistaratitilinn

Deildarmeistarar Fram í Olísdeild kvenna 2022. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Fram er deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik 2022. Framarar kjöldrógu leikmenn Vals í uppgjöri tveggja efstu liðanna í næst síðustu umferðinni í Safamýri í dag, 24:17, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10.


Fram lék frábæra vörn frá upphafi til enda í dag. Valsliðið virtist ekki eiga nein svör við henni. Auk þess þá fór Hafdís Renötudóttir á kostum í marki Fram að baki varnarinnar.


Valur skoraði ekki mark fyrstu rúmar 16 mínútur síðari hálfleiksins. Fram komst 10 mörkum yfir, 20:10, og síðar 23:13.


Fram er með 31 stig, tveimur stigum á undan KA/Þór sem getur ekki velt Fram úr sessi héðan af hvað sem á gengur í lokaumferðinni. Valur er í þriðja sæti en KA/Þór og Valur mætast í síðustu umferð deildarinnar á fimmtudaginn þar sem barist verður um annað sæti. Tvö efstu lið deildarinnar sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst undir mánaðarmót.


Mörk Fram: Emma Olsson 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2/1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 23, 68% – Írena Björk Ómarsdóttir 2/1, 25%.

Mörk Vals: Lovísa Thompson 5/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2/1, Thea Imani Sturludóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gíslasdóttir 14/1, 37%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -