Gríðarlega spenna er komin í toppbaráttu Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir að Fram lagði Val, 28:26, í Lambhagahöllinni í kvöld í 18. umferð deildarinnar.
Fyrr í dag unnu Haukar stórsigur á Gróttu, 35:21, á Ásvöllum. Aðeins munar nú fjórum stigum á Val í efsta sæti og Haukum í þriðja sæti þegar liðin eiga þrjá leiki eftir hvert. Fram er á milli með 30 stig, tveimur á eftir Val. Haukar hafa sín 28 stig og sækja Val heim á miðvikudaginn. Fyrir sigur Fram í kvöld voru Haukar þeir einu sem lagt höfðu Íslandsmeistara Vals í Olísdeildinni á leiktíðinni.
Viðureignin í Lambhagahöllinni í kvöld var jöfn og æsilega spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var, 12:12, í hálfleik.
Valur var síðast yfir í leiknum, 22:21, þegar rúmar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það tókst Val ekki nema að jafna metin.
Fram skoraði tvö síðustu mörkin, þar af það síðara á lokasekúndum viðureignarinnar.
Þungt í skapi vegna ruðningsdóms
Þungt var hljóðið í mörgum Valsmönnum og konum eftir leikinn vegna ruðningsdóms á Theu Imani Sturlusdóttur sex mínútum fyrir leikslok í stöðunni, 25:24 fyrir Fram. Valur vann reyndar boltann eftir það og fékk annað tækifæri til að jafna metin en tókst ekki.
Alfa Brá Hagalín kom Fram tveimur mörkum yfir. Valur svaraði með tveimur mörkum í röð. Valgerður Arnalds, sem átti annað afar góðan leik fyrir Fram í röð, kom liðinu yfir 70 sekúndur fyrir leikslok. Valsliðinu tókst ekki að jafna og Alfa innsiglaði sigur Fram á allra síðustu sekúndu eins og áður sagði.
Eins og úrslitin á Ásvöllum bera með sér var um ójafna viðureign að ræða. Haukar, sem einnig unnu Gróttu í undanúrslitum Poweradebikarsins fyrir þremur vikum, höfðu góð tök á Seltirningum nú sem þá.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Fram: Valgerður Arnalds 6, Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 3/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13, 34,2% – Ethel Gyða Bjarnasen 0.
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 10, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7, 21,9% – Silja Arngrímsdóttir Müller 2, 40%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Haukar – Grótta 35:21 (18:11).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 7, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12/1, 41,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 3, 42,9%.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7/3, Karlotta Óskarsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2, Katrín Arna Andradóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 4, 22,2% – Andrea Gunnlaugsdóttir 2/1, 8,7%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.