-Auglýsing-

Framarar fóru nokkuð létt með Selfyssinga

- Auglýsing -


Framarar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á Selfossi, 40:31, í Lambhagahöllinni í dag. Staðan var 20:17 þegar fyrri hálfleik lauk en víst er að fátt var um varnir á báða bóga að þessu sinni, ekki síst hjá Selfoss því Fram skoraði nærri því mark í hverri sókn.


Selfoss hafi frumkvæðið framan af leiknum 10:7 og 11:8 en eftir að Fram jafnaði metin, 11:11, tók liðið jafnt og þétt við stjórninni, komst yfir og hafði frumkvæðið allt til hálfleiks. Á upphafsmínútum má segja að Fram hafi keyrt yfir Selfossliðið sem olli vonbrigðum að þessu sinni eftir afar góða frammistöðu gegn Val um síðustu helgi. Slen var yfir leikmönnum og varnarleikur og markvarsla var víðsfjarri.

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín átti stórleik fyrir Fram. Hún skoraði 11 mörk og átti sex sköpuð færi. Einnig var Harpa María Friðgeirsdóttir afar góð. Hún nýtti færi sín afar vel. Valgerður Arnalds átti fína spretti í sóknarleiknum.

Bæði lið eru að uppistöðu til skipuð ungum leikmönnum og víst er að efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi.


Mörk Fram: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 11, Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Valgerður Arnalds 6, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2/1, Hulda Dagsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 6/1, 23,1% – Ethel Gyða Bjarnasen 2/1, 15,4%.

Mörk Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9, Mia Kristin Syverud 5/2, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 4/3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 7,16,2% – Sara Xiao Reykdal 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -