- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik

Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þótt Fram væri alls ekki með alla sína sterkustu leikmenn í kvöld gegn Stjörnunni þá vann liðið örugglega, 29:20, í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi. Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 15:4.


Framarar léku framliggjandi 3/3 vörn í fyrri hálfleik og tókst að rugla leikmenn Stjörnunnar í ríminu svo að þeir vissu ekki á stundum í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Afleiðingarnar voru hrun í sóknarleik Stjörnunnar. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Garðabæjarliðið þá varði Soffía Steingrímsdóttir vel í marki Fram, m.a. fleiri en eitt vítakast í fyrri hálfleik.


Stjarnan náði áttum í síðari hálfleik og tókst aðeins að rétta sinn hlut enda hélt Framliðið ekki uppteknum hætti með eins framliggjandi vörn. Einnig munaði mikið um stórleik Dariju Zecevic markvarðar Stjörnunnar. Hún varði allt hvað af tók og alls 14 skot í leiknum, meginþorra þeirra í síðari hálfleik.


Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 7, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Britney Cots 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1.


Næstu leikir Ragnarsmótsins fara fram í Sethöllinni á fimmtudaginn.


Fyrr í kvöld vann Selfoss lið ÍBV, 33:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -