- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar unnu fyrstu orrustu á sjónarmun

Frá úrslitaleik Fram og Vals í Coca Cola-bikarnum í mars. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna fer frábærlega af stað. Vart mátti á milli liðanna sjá í fyrsta leiknum sem fram fór í Framhúsinu í kvöld. Framarar höfðu betur, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. Næsta viðureign liðanna verður í Origohöll Valsara á mánudagskvöldið.


Ef leikurinn í kvöld er reykurinn af réttunum þá má búast við fimm leikja rimmu. Litlu munar á liðunum og aðeins nokkur smáatriði skildi að þegar upp var staðið.


Fram var heldur með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Valur komst aðeins tvisvar sinnum yfir, 2:1 og 22:21. Undir lokin var allt í járnum þegar Fram skoraði tvö mörk í röð áður en Thea Imani Sturludóttir minnkaði muninn með 27. markinu rétt fyrir leikslok.


Valur komst yfir, 22:21, þegar 14 mínútur voru til leiksloka. Fram vann boltann tvisvar í röð í framhaldinu og skoraði mörk eftir hraðaupphlaup og komst þar með yfir. Það var ákveðinn vendipunktur í leiknum.


Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 9/2, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13, 34,2%.

Mörk Vals: Lovísa Thompson 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/6, Thea Imani Sturludóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 17, 37,8%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Framhúsinu og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -