- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framlengir dvöl sína hjá PAUC til 2024

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC

Örvhenta stórskyttan og landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur framlengt samning sinn við franska 1. deildarliðið, PAUC, Pays d’Aix Université Club Handball, fram til loka leiktíðarinnar 2024. Félagið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.


Donni gekk til liðs við PAUC sumarið 2020 eftir tveggja ára veru hjá ÍBV. Hann lék með Fjölni í yngri flokkunum og upp í meistaraflokk. Donni var markahæsti leikmaður PAUC á síðasta keppnistímabili og er nú um stundir sá næst markahæsti með 107 mörk.


Donni lék sinn fyrsta A-landsleik í ársbyrjun 2021 og var í íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi og á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í upphafi þessa árs.


PAUC er um þessar mundir í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar, næst á eftir PSG og Nantes.

Fyrir þá sem vilja spreyta sig í frönsku er hér fyrir neðan stutt viðtal við Donna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -