- Auglýsing -
Markvörðurinn Tinna Húnbjörg Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2023. Tinna var hætti í handbolta en skipti um skoðun og gekk til liðs við Stjörnuna á miðju síðasta tímabili. Hún á yfir 100 leiki í meistaraflokki og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa leikið með Haukum áður en hún gerðist liðsmaður Stjörnunnar.
„Tinna er frábær karakter og það er alltaf líf og fjör í kringum hana sem smitast út í hópinn. Hún er því ekki síður góður liðsmaður, líkt og leikmaður,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í dag.
- Auglýsing -