- Auglýsing -
Miðjumaðurinn efnilegi, Einar Örn Sindrason, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann hefur skorað 38 mörk í 15 leikjum FH-inga í Olísdeildinni á leiktíðinni.
„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með nýja samninginn við Einar Örn. Hann hefur sýnt það undanfarin ár að hann er framtíðarleikmaður félagsins og mun spila stórt hlutverk hjá okkur FH-ingum á næstu tímabilum. Við ætlum áfram að hjálpa honum til að ná sínum markmiðum,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.
Meðfylgjandi myndskeið birtu FH-ingar með tilkynningu sinni í dag.
- Auglýsing -