- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frumsýning Snorra Steins tókst vel – stórsigur á Færeyjum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari ræðir við sína menn í leikhléi í Höllinni í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann stórsigur á færeyska landsliðinu með 15 marka mun, 39:24, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska landsliðsins eftir að Snorri Steinn Guðjónsson tók við þjálfun þess. Fingraför hans sáust að einvherju marki, m.a. í enn meiri hraða í leik liðsins en áður.

Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik, 20:15. Í síðari hálfleik náði íslenska liðið að keyra meira upp hraðann og neyða Færeyinga í fleiri mistök í sókninni. Hver hraðaupphlaupið rak annað og úr varð burst.


Liðin mætast öðru sinni í Laugardalshöll á morgun laugardag klukkan 17.30.

Færeyingar voru síðast yfir, 12:11, þegar liðlega 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Í kjöfarið fylgdi 7:1 kafli hjá íslenska liðinu á fimm mínútum.

Eftir að hafa fimm marka forskot, 20:15, í hálfleik var íslenska liðið komið með tíu marka forskot eftir 11 mínútur í síðari hálfleik. Breiddin í leikmannahópunum kom vel í ljós.

Elliði Snær Viðarsson skoraði 10 mörk, mörg í autt mark Færeyinga. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Óhætt er að segja að vart sé hægt að finna mikið ólíkari lið. Íslenska liðið vill keyra upp hraðann. Það færeyska vill með öllum ráðum halda hraðanum niðri og leika með sjö menn í sókn, nokkuð sem kom illilega í bakið á Færeyingum í kvöld því þeir fengu mörg mörk á sig yfir alla leikvöllinn þegar enginn var í markinu.

Snorri Steinn Guðjónsson stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ljóst að fingraför nýs þjálfara sáust strax í fyrsta leik. Hraðinn enn meira en áður sem reyndi mjög á mannskapinn. Snorri var ófeiminn að rúlla mannskapnum eins sagt er. Allir sem voru á leikskýrslu fengu tækifæri. Hinsvegar ber að varast að draga of miklar ályktanir af þessu leik þar sem verulegur getumunur er á liðunum. Meðan Ísland hefur úr 16 sterkum leikmönnum skortið Færeyinga breiddina.

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður átti stórleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í markinu, varði 19 skot, og fékk fyrir vikið að standa allan leikinn í markinu.


Mörk Íslands: Elliði Snær Viðarsson 10, Ómar Ingi Magnússon 8/3, Ómar Ingi Magnússon 4, Haukar Þrastarsson 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Janus Daði Smárason 3, Aron Pálmarsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Kristján Örn Kristjánsson, Donni, 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Óðinn Þór Ríkharðsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 19/1.

Mörk Færeyja: Óli Mittún 4, Rói Ellefsen á Skipagøtu 4, Elías Ellefsen á Skipagøtu 4, Jonas Gunnarsson Djurhuus 4, Pætur Mikkjalsson 2, Pauli Mittún 1, Vilhelm Poulsen 1, Hákun West av Teigum 1, Rói Berg Hansen 1, Allan Norðberg 1, Leivur Mortensen 1.
Varin skot: Pauli Jacobsen 5, Nicholas Satshwell 5.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -