- Auglýsing -
- Auglýsing -

FTC heldur áfram á fullu skriði

Alja Varagic leikmaður Krim sækir að vörn Odense Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimmta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik var leikin í gær og í dag.  Í A-riðli vann  ungverska liðið FTC franska liðið Brest í uppgjöri taplausu liðanna í riðlinum, 28:27. Dortmund sem byrjað vel í Meistaradeildinni í haust  og vann fyrstu þrjá leikina fór í heimsókn til Rostov þar sem að heimakonur fóru illa með þýska liðið og vann með tíu marka mun,  37-27.

Esbjerg var aðeins með  11 leikmenn í Króatíu vegna margra meiðsla í hópnum. Það kom ekki að sök. Esbjerg vann Podravka með eins marks mun. Lokaleikur riðilsins fór fram í dag þegar CSM Búkaresti tók á móti Buducnost. Rúmenska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og vann 30-22. Buducnost er því enn án stiga í riðlakeppninni.

Í B-riðli var boðið uppá sannkallaðan stórleik þegar að Metz tók á móti Györ en fyrir þennan leik voru bæði lið með fullt hús stiga. Ungverska liðið reyndist sterkara á lokakafla leiksins og knúðu fram fjögurra marka sigur 33-29. Rússneska liðið CSKA heimsótti Evrópumeistara Vipers þar sem að gestirnir unnu góðan þriggja marka sigur 27-24 og náðu þar með að hefna fyrir tapið í undanúrslitum Final4 í vor.

 Danska liðið Odense náði að vinna sinn fyrsta heimaleik á þessari leiktíð þegar það lagði Krim, 26-24. Allt útlit var fyrir að tyrkneska liðið Kastamonu næði í sinn fyrsta sigur í dag þegar það mætti Sävehof í Svíþjóð. Sænska liðið reyndist sterkara á lokakaflanum og fagnaði sigri, 28-26.

Úrslit helgarinnar

A-riðill

Rostov-Don 37-27 Dortmund (17-11)

  • Rússneska liðið náði snemma góðri forystu í leiknum og komst meðal annars í 11-4. Grace Zaadi Deuna og Polina Kuznetsova skoruðu átta mörk af þeim ellefu.
  • Rostov var með góða sóknarnýtingu í þessum leik en liðið nýtti 66% af sóknum sínum á meðan Dortmund nýtti aðeins 53% af sínum sóknum.
  • Þetta var næst mesta markaskor Rostov í einum leik í Meistaradeildinni en það mesta sem liðið  hefur skorað í einum leik er 42 mörk gegn Podravka á síðustu leiktíð.
  • 11 leikmenn Rostov tókst að skora í þessum leik en af útileikmönnum var það aðeins Anna Lagerquist sem náði ekki að skora. Hún leikur aðallega í vörninni.
  • Eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum hefur Dortmund nú tapað tveimur leikjum í röð.

FTC 28-27 Brest (15-17)

  • Liðin skiptust sex sinnum á að hafa forystuna í leiknum en franska liðið endaði fyrri hálfleikinn á góðum 3-0 kafla sem skilaði tveggja marka forystu í hálfleik 17-15.
  • Ungverska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu 6-3 kafla og litu leikmenn aldrei um öxl eftir það.
  • FTC eru nú ósigrað í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni en Brest var hins vegar að tapa sínum þriðja útleik í röð.
  • Alicia Toublanc hægri hornamaður Brest var markahæst í leiknum með átta mörk.
  • Þetta er besta byrjun hjá ungverska liðinu í Meistaradeildinni frá því 2015/16.

Podravka 27-28 Esbjerg (9-15)

  • Það tók Podravka átta mínútur og 23 sekúndur að skora fyrsta mark sitt í leiknum. Þessi erfiða byrjun heimakvenna gerði það að verkum að danska liðið hafði 8-3 forystu eftir 15 mínútna leik.
  • Esbjerg var án tveggja helstu markaskorara sinna í þessum leik en þær Henny Reistad og Mette Tranborg eru báðar meiddar. Samanlagt höfðu þær skorað 39 mörk fyrir danska liðið í fyrstu fjórum umferðunum.
  • Hin norska Kristine Breistol var markahæst í leiknum með átta mörk. Hún hefur ekki skoraði fleiri mörk í einum leik í Meistaradeildinni frá leiktíðinni 2015/16 þegar hún skoraði 13 mörk í leik með Larvik.
  • Þrír sigrar, eitt jafntefli og eitt tap er besta byrjun danska liðsins í Meistaradeildinni til þessa.
  • Þetta var tuttugasti sigurleikur Esbjerg í Meistaradeildinni. Esbjerg er 26. liðið til að ná þeim áfanga. Sigurhlutfallið er 44,4%.

CSM Búkaresti 30-22 Buducnost (14-10)

  • Þetta er áttundi tapleikur Buducnost í röð í Meistaradeildinni en þetta er versta taphrina liðsins í sögu þess í Evrópukeppni.
  • Þrátt fyrir að ná 5-0 kafla í stöðunni 10-3 undir miðjan fyrri hálfleik náðu þær svartfellsku ekki að halda dampi út leikinn.
  • CSM náði mest níu marka forystu 25-16 og nýtti tækifærið til þess að gefa ungum leikmönnum leiktíma. Hin 18 ára Alicia Gogirla og 21 árs línumaður Denisa Valcan voru þar á meðal en þær skoruðu þrjú mörk í leiknum.
  • Þetta er í fyrsta skiptið frá því í febrúar 2020 sem CSM nær að vinna þrjá leiki í röð í keppninni.
  • Cristina Neagu stórskytta CSM var markahæst í leiknum með sex mörk en hún lék einmitt í fjögur ár með Buducnost og vann Meistaradeildina með liðinu tímabilið 2014/15.

B-riðill

Metz 29-33 Györ (15-16)

  • Györ náði mest þriggja marka forystu 13-10 og 14-11 í fyrri hálfleik en Metz náði að minnka muninn niður í eitt mark 16-15 áður en blásið var til hálfleiks.
  • Ungverska liðið byrjaði seinni hálfleikinn illa og franska liðið nýtt sér það og náðu forystu, 18-16. Það tók gestina tíu mínútur að skora fyrsta markið í seinni hálfleik.
  • Györ náði sér þó á strik aftur og var mun sterkara síðustu 10 mínúturnar og náði að tryggja sér fjögurra marka sigur.
  • Bruna De Paula leikmaður Metz var markahæst í leiknum með sjö mörk en Estelle Nze Minko skoraði sex mörk fyrir Györ.
  • Györ hefur nú unnið sjö viðureignir gegn Metz í Evrópukeppni en aðeins tapað einu sinni.

Vipers 24-27 CSKA (11-11)

  • Þetta var fyrsta tap Vipers á heimavelli. Liðið er með fjögur stig eftir fimm leiki.
  • Hins vegar var þetta fyrsti útisigur rússneska liðsins á þessari leiktíð.
  • Katrine Lunde, markvörður Vipers, fór hamförum í fyrri hálfleik þegar hún varði 10 af 13 skotum sem hún varði í leiknum.
  • Nora Mørk skoraði níu mörk og Marketa Jerabkova sex. Saman gerðu þær þriðjung marka norska liðsins.
  • CSKA náði 5-0 kafla á milli fertugustu og fertugustu og sjöttu mínútu og komst í fjögurra marka forystu, 19-15. Þessi kafli lagði grunn að sigrinum.

Odense 26-24 Krim (13-10)

  • Danska liðið náði snemma 3-0 forystu. Það tók Krim sjö mínútur að skora fyrsta markið. Það skoraði Tjasa Stanko.
  • Odense var með sex marka forystu, 13:7,  þegar 25 mínútur voru búnar af leiknum. Krim skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og og minnkaði muninn niður í 13-10.
  • Þegar 53 mínútur voru liðnar af leiknum var Odense með fimm marka forystu, 25-20. Þrátt fyrir að gestirnir sæktu hart að heimaliðinu undir lok leiksins náðu þær dönsku að landa sínum fyrsta heimasigri, 26-24.
  • Tíu leikmenn skoruðu mörk Odense.   Bo van Wetering var þeirra öflugust með fimm mörk. Hjá Krim var Tjasa Stanko atkvæðamest með sjö mörk.
  • Odense er nú í þriðja sæti riðilsins með sex stig en Krim er í sjöunda sæti með aðeins tvö stig.

Sävehof 28-26 Kastamonu (11-17)

  • Góð markvarsla hjá Merve Durdu og fimm mörk frá Söru Kovarovu gerðu það að verkum að tyrkneska liðið leiddi með sex mörkum í hálfleik.
  • Sävehof byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði sex mörk gegn þremur og setti pressu á tyrkneska liðið.
  • Sænska liðið náð svo að jafna leikinn, 25-25, og í framhaldi náðu það að skora þrjú mörk í röð og leggja grunninn að sigrinum.
  • Trine Mortensen leikmaður Sävehof var markahæst í leiknum með sex mörk.  Sofie Börjesson markvörður sænska liðsins átti einnig góðan leik en hún varði 52% af þeim skotum sem hún fékk á sig.
  • Sænska liðið hafði fyrir leikinn tapaði þremur leikjum í röð. Sävehof er nú í sjötta sæti riðilsins með fjögur stig.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -