- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullyrt að Elvar Örn fari til Evrópumeistaranna

Elvar Örn Jónsson er sagður á leiðinni til Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við núverandi Evrópumeistara, SC Magdeburg sumarið 2025 þegar núverandi samningur hans við MT Melsungen rennur út. Þetta er fullyrt á handball-leaks í dag. Elvar Örn hefur leikið með Melsungen frá 2021 og hefur leikið sérlega vel á yfirstandandi leiktíð.

Verði af þessum vistaskiptum Elvars Arnar, sem telja má afar líklegt þar sem handball-leaks hittir nær alltaf naglann á höfuðið, er um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Selfyssinginn sem verið hefur með allra bestu leikmönnum MT Melsungen síðustu fjögur ár. SC Magdeburg er eitt fremsta félagslið heims um þessar mundir.

Elvar Örn verður þar með samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Magdeburg er um þessar mundir í kapphlaupi við Fücshe Berlin um þýska meistaratitilinn auk þess að vera í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar og eiga sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -