- Auglýsing -
Fullyrt er í dag að Janus Daði Smárason verði leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad frá og með næsta keppnistímabili.
Handballleaks, síða á Instrgram telur sig hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir.
Áður hefur handbolti.is sagt frá fregnum TV2 í Noregi um Janus Daði og Sigvaldi Björn Guðjónsson væru ofarlega á óskalista forráðamanna norska liðsins.
Forráðamenn Kolstad hafa uppi háleit áform um að byggja upp stjörnulið á næstu árum, lið sem á að minnsta kosti að geta velgt fremstu liðum Evrópu undir uggum. Handballleaks fullyrti á dögunum að norski handknattleiksmaðurinn Sandor Sagonsen fari til Kolstad sumarið 2023.
Janus Daði gekk til liðs við Göppingen sumarið 2020 og er með samning við þýska liðið fram á mitt næsta ár.
- Auglýsing -