- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrirliðinn átti stórleik þegar sæti á meðal bestu var innsiglað

Glaðbeittir leikmenn BSV Sachsen Zwickau í kvöld eftir sigurinn í Göppingen og sæti í 1. deild var tryggt. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir átt stórleik í dag þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 1. deildinni með öruggum sigri á Göppingen í síðari viðureign liðanna í umspilinu, 30:27. Leikið var í Göppingen. BSV Sachsen Zwickau vann samanlagt leikina tvö með sex marka mun, 56:50.

Díana Dögg skoraði sjö mörk og átti níu stoðsendingar og þrjú sköpuð færi að auka, vann eitt vítakast og stal boltanum einu sinni. Fyrirliðanum var einnig vikið af leikvelli einu sinni.

„Við vorum sex mörkum yfir í hálfleik og héldum því forskoti fram eftir síðari hálfleik áður en varaliðið okkar tók við þegar á leið,“ sagði Díana Dögg og bætti við að eðlilega væri þungu fargi létt af öllum í kringum liðið sem mun leika þriðja keppnistímabilið í röð í efstu deild.

Þegar BSV Sachsen Zwickau komst upp úr 2. deild vorið 2022 var liðinn aldarfjórðungur frá því að það átti síðast sæti á meðal bestu liðanna í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -