- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrri leikurinn skipti máli fyrir framhaldið

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals ræði við leikmenn sína á æfingu síðdegis í gær. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

„Balonmano Elche er með sterkt lið með öflugar skyttur bæði vinstra og hægra megin auk hollenskrar landsliðskonu á línunni og leika dæmigerðan spænskan handknattleik með grimmri 6/0 vörn og leggja mikla áherslu á hraðaupphlaup. Við verðum að leika af skynsemi í sókninni og skila okkur til baka í vörnina,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals við handbolta.is í gærkvöld. Klukkan 11 í dag hefst fyrri viðureign Vals og Balonmano Elche í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram á Alicante á Spáni.


Balonmano Elche vann KA/Þór naumlega í Evrópubikarkeppninni fyrir ári í tveimur leikjum ytra svo liðið er ekki alveg óþekkt stærð fyrir íslenskum félagsliðum.

Frá æfingu Valsliðsins í keppnishöllinni í Elche í gær.


Ágúst Þór kom út með sveit sína í gær og það var unnið hratt við undirbúning í gær og eins var þráðurinn tekinn snemma í morgun.


„Ég er með alla mína leikmenn hér úti að undanskilinni Morgan Marie Þorkelsdóttur sem er meidd. Þar er skarð fyrir skildi en að sama skapi höfum við fengið Hildi til baka eftir veikindi. Annars er eftirvænting og spenna í hópnum fyrir þessu leikjum,“ sagði Ágúst Þór en Valur vann HC DAC Dunajská Streda í Slóvaíku í tveimur leikjum á útivelli í annarri umferð keppninnar í október.


„Það er ekki óskastaða að leika báða leikina úti en um það þýðir ekki að tala. Við stöndum í þeim sporum. Fyrsta markmiðið núna er að ná úrslitum í fyrri leiknum svo að við eigum möguleika þegar síðari leikurinn hefst á sunnudaginn.

Balonmano Elche er með öflugt lið auk þess sem erfitt er að leika báða leikina á útivelli. Það þekkjum við vel í Valsliðinu.
Hugarfar leikmanna er gott. Allar eru þær staðráðnar í að mæta ferskar til leiks. Verði svo þá er ég vongóður um að niðurstaðan verði fín,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson við handbolt.is í gærkvöld.

Leiknum verður streymt á eftirfarandi slóð:

https://www.apuntmedia.es/directe/directe-tv_136_1392524.html

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -