- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrrverandi markvörður Aftureldingar dæmir í Köln

Handknattleiksdómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski verða á meðal dómara á HM karla í janúar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungverjinn Oliver Kiss, fyrrverandi markvörður Aftureldingar, er einn fremsti handknattleiksdómari Evrópu um þessar mundir. Fyrir vikið hefur verið ákveðið að hann dæmi ásamt félaga sínum Adam Biro viðureignina um þriðja sætið Meistaradeild Evrópu í Lanxess Arena í Köln sunnudaginn 9. júní.

Kiss var markvörður Aftureldingar í tvö keppnistímabil frá 2007 til 2009 og lék alls 30 leiki á tveimur tímabilinum. Fyrra tímabilið sem hann var hér á landi lék Afturelding í efstu deild en í næst efstu deild árið eftir.

Adam Biro dómari ræðir við Ágúst Þór Jóhannsson í landsleik í Laugardalshöll á síðasta ári. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Kiss öðlaðist alþjóðleg réttindi fyrir nokkrum árum og hefur síðan vaxið ásmegin ásamt Biro félaga sínum. Þeir hafa dæmt á stórmótum og átt sæti í dómarahópi Meistaradeildarinnar. M.a. dæmdu Kiss og Biro leik Íslands og Tékkland í undankeppni EM í Laugardalshöll í mars á síðasta ári.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru ekki á meðal þeirra fjögurra dómarapara sem dæma leiki úrslitahelgar Meistaradeildar karla að þessu sinni. Þeir voru síðast með fyrir ári.

Athygli vekur að hið umdeild dómarapar frá Norður Makedóníu, Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski, eiga að dæma úrslitaleikinn.

Undanúrslitaleikina dæma annars vegar Daniel Martins Accoto og Roberto Martins Accoto frá Portúgal og hinsvegar frönsku systunar Charlotte og Julie Bonaventur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -