- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta tap á heimavelli í fjögur ár

Linn Jörum Sulland leikmaður Vipers og samherjum hennar bíður erfitt verkefni í Rússlandi um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í gærkvöldi áttust við Metz og Vipers í Meistaradeild kvenna í handknattleik og fór leikurinn fram á heimavelli Metz. Gestirnir frá Noregi gerðu sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur, 29-28, og urðu þar með fyrsta liðið í fjögur ár til þess að leggja Metz að velli á heimavelli.


Vipers hafði frumkvæðið í leiknum allt frá upphafi og eftir tuttugu mínútna leik var liðið komið með forystu, 9:6. Þá gerðu þær frönsku áhlaup og náðu að jafna metin, 10-10, fimm mínútum seinna. Leikmenn Vipers náðu þó fljótt áttum og fóru með tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11.

Gestirnir héldu sömu ákefðinni í upphafi seinni hálfleiks en um miðjan hálfleikinn fóru Metz að bíta frá sér og náðu að komast yfir, 23-22, þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þær norsku neituðu að gefast upp og komu sér aftur í þriggja marka forystu, 29-26, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Leikmenn Metz reyndu hvað þær gátu til að jafna metin en leiktíminn var ekki nægur og eins marks tap staðreynd, 29-28.

Markmenn beggja liða fóru á kostum í leiknum. Hatadou Sako markvörður Metz varði 16 skot sem gerir 36,3% hlutfallsmarkvörslu. Hinum megin var Katarine Lunde einnig í stuði. Hún varði 14 skot eða um 35% af þeim skotum sem hún fékk á sig.

Eins og áður segir þá var þetta fyrsti tapleikur Metz á heimavelli í fjögur ár. Á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta tapi hefur Metz unnið 23 leiki og gert 2 jafntefli. Síðasti tapleikur var fyrir ungverska liðinu FTC í janúar 2017. Vipers vann sinn sjöunda leik í röð og er enn taplaust.

Metz 28-29 Vipers (11-13)
Mörk Metz: Astrid N`gouan 6, Orlane Kanor 6, Marie Sajka 4, Meline Nocandy 3, Laura Kanor 3, Olga Perederiy 2, Camila Micijevic 1, Debbie Bont 1, Louise Burgaard 1, Jurswailly Luciano 1.
Varin skot: Hatadou Sako 16.

Mörk Vipers: Nora Mork 8, Henny Reistad 6, Emilie Arntzen 4, Linn Jörum Sulland 3, Sunniva Andersen 3, Jana Knedlikova 2, Vilde Jonassen 1, Marta Tomac 1, Hanna Yttereng 1.
Varin skot: Katarine Lunde 14, Evelina Eriksson 1.

Staðan:
1. Rostov-Don               15 stig
2. Metz                           14 stig
3. Vipers                         12 stig
4. FTC                             12 stig
5. CSM                            11 stig
6. Esbjerg                       8 stig
7. Krim                            5 stig
8. Bietigheim                  3 stig

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -