- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta tap Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson fylgist með sínum mönnum á æfingu í sumar. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach tapaði í kvöld í fyrsta sinn undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar liðið sótti Hamm-Westfalen heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Eftir jafnan leik voru heimamenn ívið sterkari á lokakaflanum og skoruðu tvö síðustu mörkin, 27:25.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson, sem gekk til liðs við Gummerabach í ágúst, náði ekki að skora að þessu sinni. Hann mátti bíta í það súra epli að vera einu sinni vísað af leikvelli.

Aron Rafn Eðvarsson varði þrjú vítaköst og sjö önnur skot þegar Bietigheim vann Hüttenberg, 22:20, á útivelli. Aron Rafn var með 33,3% hlutfallsmarkvörslu í leiknum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim sem vann sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu en liðið á aðeins tvo leiki að baki. Þar sem 19 lið eru í 2. deild þá situr eitt þeirra yfir í hverri umferð og það kom í hluti Bietigheim að sitja yfir í fyrstu umferð.

Hamm-Westfalen er efst í deildinni með sex stig eftir þrjá leiki. Sjö lið hafa fjögur stig hvert, þar á meðal er Gummersbach og annað Íslendingalið, EHV Aue sem tapaði fyrir HSV Hamburg í gær. Af þessum sjö liðum hafa öll nema HSV Hamburg og Elbflorenz Dresden tapað stigum fram til þessa.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -