- Auglýsing -
Íslendingaliðið EHV Aue tapaði í kvöld í sínum fyrsta leik í þýsku 2. deildinni í handknattleik þegar HSV Hamburg kom í heimsókn til Aue, lokatölur 35:32.
Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Aue, skoraði þrjú mörk, og Sveinbjörn Pétursson varði sex skot, þar af eitt vítakast, á þeim liðlegu 23 mínútum sem hann tók þátt í leiknum. Hlutfallsmarkvarsla Sveinbjörns var 33,3%.
Aue er með fjögur stig eftir þrjá leiki í 6. sæti. Hamborg er á toppnum með fjögur stig eftir tvo leiki eins og Gummersbach sem leikur gegn Hamm-Westfalen síðdegis á morgun. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu.
- Auglýsing -