Markus Gaugisch landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik kvenna hefur valið 17 leikmenn til undirbúnings og þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst með viðureign við íslenska landsliðið í Porsche-Arena í Stuttgart miðvikudaginn 26. nóvember klukkan 17.
Þýska landsliðið kemur saman til fyrstu æfingar í Schaffhausen í Sviss mánudaginn 17. nóvember.
Vinna síðustu mánaða
„Þessi hópur valinn að vel athuguðu máli eftir undirbúning og vinnu síðustu mánuði þar sem horft hefur verið til framtíðar,“ segir Gaugisch í tilkynningu sem vonast eftir góðum árangri og skemmtilegu móti. Ljóst er að þýska landsliðið fær mikinn stuðning í Stuttgart og síðar í milliriðlum í Dortmund. Uppselt er á alla þrjá leiki þýska liðsins í riðlakeppninni í Stuttgart þar sem andstæðingar verða auk Íslands landslið Úrúgvæ og Serbíu.
Antje Döll, fyrirliði, Xenia Smits og Emily Vogel eru reynslumestar með á annað hundrað landsleiki að baki hver. Þær voru fyrst með landsliðinu á HM 2017. Nieke Kühne og Aimée von Pereira eru að fara á sitt fyrsta stórmót með landsliðinu. Sú síðarnefnda lék sinn fyrsta landsleik fyrr á þesu ári.
Viola Leuchter og Nieke Kühne eru yngstar í hópnum, 21 árs gamlar.
Tveir samherjar
Tveir leikmenn liðsins, Alexia Hauf, og áðurnefnd Kühne eru samherjar Andrreu Jacobsen, Díönu Daggar Magnúsdóttur og Elínar Rósu Magnúsdóttur hjá Blomberg-Lippe. Andrea, Díana og Elín verða að öllum líkindum í íslenska landsliðshópnum sem tilkynntur verður á næstu dögum.
Þýski HM-hópinnn
Markverðir:
Katharina Filter, Team Esbjerg.
Sarah Wachter, Borussia Dortmund.
Aðrir leikmenn:
Jenny Behrend, VfL Oldenburg.
Nina Engel, HSG Bensheim/Auerbach Flames.
Julia Maidhof, Ramnicu Valcea.
Viola Leuchter, Odense Håndbold.
Alina Grijseels, Borussia Dortmund.
Annika Lott, Brest Bretagne.
Mareike Thomaier, HSG Bensheim-Auerbach Flames.
Xenia Smits, HB Metz.
Emily Vogel, FTC (Ferencváros TC).
Aimée von Pereirn, København Håndbold.
Nieke Kühne, HSG Blomberg-Lippe.
Antje Döll, Sport-Union Neckarsulm.
Alexia Hauf, HSG Blomberg-Lippe.
Lisa Antl, Borussia Dortmund.
Jolina Huhnstock, Buxtehuder SV.



