- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti Íslendingurinn í 500 leiki

Alexander Petersson hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Alexander Petersson er fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika 500 leiki í þýsku 1. deildinni í handknattleik samkvæmt tölfræði sem Þjóðverjinn Fabian Koch hefur tekið saman og birt á Twittter.

Samkvæmt bókhaldi Koch þá lék Alexander sinn 502. leik í deildinni í gærkvöldi er lið hans, Melsungen, mættir Rhein-Neckar Löwen og vann, 25:24. Alexander náði 500 leikja áfanganum í viðureign Melsungen og Stuttgart laugardaginn 13. nóvember.


Alexander hefur leikið í þýsku 1. deildinni í 16 ár með fimm liðum, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og Melsungen. Einnig var Alexander um nokkurt skeið með Düsseldorf í næst efstu deild í upphafi ferils síns í Þýskalandi.


Markvörðurinn Carsten Lichtlein er leikjahæstur í þýsku 1. deildinni. Hann lék 686 leiki. Annar markvörður er næstur á listanum, Jan Holpert, með 625 leiki og Christian Schwarzer er í þriðja sæti með 600 leiki áður en þriðji markvörðurinn birtist í fjórða sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -