- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti landsleikurinn og fyrsta landsliðsmarkið

Katla María Magnúsdóttir, lengst til hægri áður en fyrsti landsleikurinn hófst í Hamri í gær. Ásamt henni á myndinni eru, f.v.: Sandra Erlingsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Katla María. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í handknattleik, Elísa Elíasdóttir, ÍBV, og Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi, náðu í gær áfanga á ferli sínum með landsliðinu þegar leikið var við pólska landsliðið í fyrstu umferð Póstbikarmótsins, Posten Cup, í Noregi í Boligpartner Arena í Hamri.


Katla María lék sinn fyrsta A-landsleik í gær. Hún fékk tækifæri á síðustu mínútum leiksins. Þar með eiga allir leikmennirnir 18 í HM-hópnum a.m.k. einn A-landsleik. 

Katla María var kölluð inn í landsliðið  á þriðjudaginn þegar ljóst var að Elín Klara Þorkelsdóttir, úr Haukum, væri það alvarlega meidd að hún gæti ekki tekið þátt í HM um mánaðarmótin. 

Elísa Elíasdóttir á miðri mynd fyrir leikinn við Pólverja í gær. Einnig eru á myndinni, f.v.: Lilja Ágústsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Elísa, Hildigunnur Einarsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Mynd/HSÍ

Elísa Elíasdóttir skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í leiknum við Pólverja í Noregi í gær. Hún skoraði 22. mark Íslands skömmu fyrir leikslok, 22:28. Elísa, sem er 19 ára gömul,  var að leika sinn fimmta A-landsleik. 

Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun, laugardag, gegn heims- og Evrópumeisturum Noregs sem unnu Angóla, 32:24, í viðureign sem fram fór í kjölfar leiks Íslands og Póllands. Pólverjar unnu leikinn, 29:23.

Leikur Noregs og Íslands á morgun hefst klukkan 15.45 og verður sendur út hjá RÚV auk þess sem handbolti.is fylgist með í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -