- Auglýsing -
Eftir sigur íslenska landsliðsins á Ungverjum í kvöld er ljóst að íslenska liðið mætir Dönum í fyrsta leik í millriðlakeppni EM á fimmtudagskvöld kl. 19.30. Að loknum leiknum við Dani taka við viðureignir við Frakka, því næsta Króata og loks verður lokaleikur milliriðilsins á miðvikudaginn 26. janúar við Svartfjallaland.
Ísland fer áfram með tvö stig í milliriðil eins og Danir og Frakkar. Króatar, Svartfellingar og liðið sem fylgir Íslandi úr B-riðli, Holland eða Portúgal verður án stiga.
20. janúar:
Danmörk – Ísland, kl. 19.30.
22. janúar:
Frakkland – Ísland, kl. 17.
24. janúar:
Ísland – Króatía, kl. 14.30.
26. janúar:
Ísland – Svartfjallaland, kl. 14.30.
- Auglýsing -