- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti leikurinn í kvöld

Alexander Petersson hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson leikur í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Flensburg eftir að hann gekk til liðs við félagið á dögunum. Flensburg-liðið er komið til Hvíta-Rússlands þar sem það mætir Meshkov Brest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Brest klukkan 17.45.


Alexander var á dögunum leystur undan samningi við Rhein-Neckar Löwen eftir að áhugi kveiknaði hjá forráðamönnum Flensburg að krækja í hann til þess að leysa úr vanda sem Flensburg-liðið glímir við. Örvhenta skyttan Frank Samper sleit krossband í hné í lok nóvember. Alexander samdi við Flensburg til loka leiktíðar í sumar.

Alexander lék með Flensburg frá 2007 til 2010.

Flensburg er í öðru sæti A-riðils Meistaradeildar með 13 stig að loknum átta leikjum. Meshkov Brest er í þriðja sæti með níu stig eftir níu leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -