- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigurinn í höfn hjá Ólafi

Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og handknattleiksþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ólafur Stefánsson fagnaði í kvöld sínum fyrsta sigri sem þjálfari EHV Aue þegar liðið lagði Nordhorn, 34:31, á heimavelli í 2. deild þýska handknattleiksins. Ólafur tók við liðinu fyrir nokkrum vikum í slæmri stöðu í neðsta sæti og hefur unnið markvisst við að rétta skútuna af. Það hefur gengið treglega til þessa.


Sigurinn veitir væntanlega byr undir báða vængi því hann var sannfærandi gegn liði sem situr í 7. sæti. Aue var með yfirhöndina lengst af og m.a. skakkaði þremur mörkum á fylkingum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:13.

Sveinbjörn Pétursson markvörður Aue kom lítið sem ekkert við sögu í leiknum, svo mikið stuð var á samherja hans, Pascal Bochmann.

EHV Aue rekur áfram lestina í deildinni með sex stig að loknum 17 leikjum, er tveimur stigum á eftir Vinnhorst sem ásamt Aue kom upp í deildina í vor.

Áfram vinna Tumi og félagar

Tumi Steinn Rúnarsson og liðsmenn Coburg halda áfram að vinna sína leiki. Í kvöld lögðu þeir Lübeck-Schwartau, 26:21, á heimavelli og sitja í fjórða sæti eins og sjá má stöðutöflunni neðst í greininni.

Tumi Steinn skoraði eitt mark fyrir Coburg.

Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki mark fyrir Lubeck-Schwartau en átti tvær stoðsendingar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -