- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti úrslitaleikurinn í Krikanum á sunnudagskvöld

Væntanlega verður rífandi góð stemning í Kaplakrika á fyrsta úrslitaleik FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitilinn. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Fyrsti úrslitaleikur FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram að kvöldi hvítasunnudags, sunnudaginn 19. maí og hefst klukkan 19.40. Engar upplýsingar er að fá á heimasíðu HSÍ þegar þetta er ritað upp úr klukkan 22.30 á miðvikudagskvöldi.

Eftir því sem næst verður komst er sennilegt að önnur viðureign Aftureldingar og FH verði leikin að Varmá miðvikudaginn 22. maí, semsagt eftir viku. Handbolti.is heyrði á skotspónum að vænta mætti þess að þriðja viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn verði í Kaplakrika sunnudagskvöldið 26. maí.

Vinna þarf þrjár viðureignir til þess að verða Íslandsmeistari.

FH og Afturelding mættust síðast og eina skiptið fram til þessa í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1999. Afturelding vann og hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan.

FH var síðast Íslandsmeistari 2011.

Bæði lið töpuðu síðast

FH lék síðast til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2018 og tapaði fyrir ÍBV, 3:1.

Afturelding tapaði einnig síðast þegar hún komst í úrslit, 2016. Liðið tapaði fyrir Haukum í æsilega spennandi fimm leikja einvígi. Þjálfari Hauka á þeim tíma var Gunnar Magnússon sem nú þjálfar Aftureldingu.

Uppfært á fimmtudagsmorgni upp úr klukkan 10.
Staðfest leikjadagskrá:

19. maí: FH – Afturelding, kl. 19.40. (sunnudagur)
22. maí: Afturelding – FH, kl. 19.40.
26. maí: FH – Afturelding, kl.19.40
29. maí: Afturelding – FH, ótímasettur.
2. júní: FH – Afturelding, ótímasettur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -